Myndasýningarkvöld - litfögur hross

Hrossaræktarsamtök Suðurlands auglýsa.
Mánudaginn 4. apríl. 2022 verður haldið myndasýningarkvöld í Rangárhöllinni kl. 20,00.


Þar mun Páll Imsland sýna fjölda mynda af íslenska hestinum, litum hans, litaafbrigðum og litmynstrum og útskýra samhengi fyrirbæranna. Lítið verður um erfðaformúlur og umfjöllun um fræðilegar flækjur.
Um er að ræða skemmtisýningu frekar en fræðilegan fyrirlestur og þess vænst að áhorfendur geti átt notalega og ánægjulega kvöldstund saman og glaðst yfir fallegum hrossum.
Áhersla verður lögð á að sýna sem best það fjölbreytta úrval lita, litbrigða og litmynstra sem finnast í íslenska hrossastofninum og að fjalla um það á léttu og auðskyldu máli hvernig á fjölbreyttninni stendur.

Léttar veitingar.
Ókeypis aðgangur.
Allir velkomnir.

H.S.

Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 2019 og 2020

Verður haldinn í Hliðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi, 

miðvikudaginn 30. júní 2021 og hefst kl. 20.

Um er að ræða tvöfaldan aðalfund, þ.e.a.s. fyrir bæði árin 2019 og 2020. 

Dagskrá, venjuleg aðalfundarstörf:

Skýrsla stjórnar

Reikningar samtakanna

Lagabreytingar

Stjórnarkjör

Önnur mál

Fundurinn er ennfremur kynntur á heimasíðu samtakanna: sudurhestar.is

Þar eru líka fyrirhugaðar lagabreytingar kynntar og eru félagar hvattir til að fara inn á síðuna og kynna sér fyrirhugaðar breytingar á lögunum. 

Stjórn samtakanna

Verðlaunaafhending

View the embedded image gallery online at:
https://sudurhestar.is/index.php/latest-news#sigProId687909f18b

Vegna hæst dæmdu litföróttu hryssunnar fyrir kynbótadómi sumarið 2020.
Afhendingin fór fram í Víðdal í góðu veðri sunnudaginn 22.11.2020.

Read more ...