Myndasýningarkvöld - litfögur hross

Myndasýningarkvöld - litfögur hross

Þar mun Páll Imsland sýna fjölda mynda af íslenska hestinum, litum hans, litaafbrigðum og litmynstrum og útskýra samhengi fyrirbæranna. Lítið verður um erfðaformúlur og umfjöllun um fræðilegar flækjur.
Um er að ræða skemmtisýningu frekar en fræðilegan fyrirlestur og þess vænst að áhorfendur geti átt notalega og ánægjulega kvöldstund saman og glaðst yfir fallegum hrossum.
Áhersla verður lögð á að sýna sem best það fjölbreytta úrval lita, litbrigða og litmynstra sem finnast í íslenska hrossastofninum og að fjalla um það á léttu og auðskyldu máli hvernig á fjölbreyttninni stendur.

Léttar veitingar.
Ókeypis aðgangur.
Allir velkomnir.

H.S.

Related Articles