Vegleg verðlaun

Allir þeir verðlaunagripir sem veittir eru á landsmótum í einstaklingssýningum og til handa afkvæmahestum verða veittir við þetta tilefni. Viðburðurinn verður afar vel kynntur á vefnum og aðgengilegur þar í gegnum beint streymi en einnig verður dagurinn tekin upp á myndband til varðveislu í WorldFeng. Þá munu áhorfendur verða velkomnir byggt á þeim reglum um sóttvarnir vegna Covid-faraldursins sem verða í gildi á þessum tíma. 

Þessi spennandi viðburður verður kynntur nánar síðar.

Félag hrossabænda